Þetta er indælt stríð

Hvað á að kjósa? Ég er búinn að taka prófið á www.xhvad.bifrost.is og því ljóst hvað ég ætti að kjósa. Niðurstaðan var sú að skoðanir mínar eiga mesta samleið með Sjálfstæðisflokknum en Samfylkingin var undarlega skammt undan. Því fór ég að velta fyrir mér í alvöru hvort ég ætti nú ekki að slá til og kjósa Valhallardrengina. Það yrði þá í fyrsta sinn í Alþingiskosningum. Eins og nærri má geta hvíldi þetta þungt á mér í allan gærdag. Kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Ég var búinn að sannfæra sjálfan mig um að það væri nú ekki það versta í heimi. Efnahagsmálin eru jú í góðum gír, ég hef það bara fínt sjálfur og allt gengur bara svo vel og allir eru ánægðir. Ekki satt? Í miðjum þessum vangaveltum mínum í gærkveldi var mér skyndilega kippt niður á jörðina. Sjónvarpsfréttirnar björguðu mér og það rifjaðist upp af hverju ég hef alltaf fengið óbragð í munninn þegar hvarlað hefur að mér að kjósa íhaldið. Björn Bjarnason var hinn frelsandi engill. Hann skyldi þó ekki hafa fælt fleiri en mig frá flokknum? Það var sem sagt í fréttum að hann Bjössi litli (ég ætla að kalla hann Bjössa vegna þess að nú á hann sérstakan sess í hjarta mínu, hann bjargaði mér frá því að kjósa sig og það er svo skrítið að mér þykir allt í einu pínu vænt um kallinn) þarf að ráðá í stöðu aðstoðaryfirlögreglustjóra (ef ég man rétt). Það er tekið skýrt fram í lögum að auglýsa þurfi svona starf og meira að segja tilgreint að auglýsa eigi í blaði sem er gefið út á landsvísu. En hvað gerir Bjössi? Hann auglýsir stöðuna í Lögbirtingablaðinu, og á vef Lögbirtingablaðsins, og lætur birta auglýsinguna sama dag og umsóknarfrestur rennur út!!!!!! Say nó more, I rest mæ case, þarf frekari vitna við? Maður verður gjörsamlega kjaftstopp. Er maðurinn svona rosalega frekur á valdið og blindur á hvað er rétt og rangt? Dómsmálaráðherra fer ekki að lögum?!? Hver á þá að fara að lögum? Ja hérna hér. Í dag er sem sagt laus við þessa vitleysu sem braust um í mér í allan gærdag. Hann Bjössi litli reddaði því.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband